Glæslegur listi!

Þetta er glæsilegur listi.  Nú þarf einfaldlega að koma fleirum VinstriGrænum á þing.  

Kolbrún er hugsjónamaður.  Hún setur umhverfismál og mannréttindi á oddinn.  Og svoleiðis fer   mikið í taugarnar á hægriöfgamönnum.  Kosningin sýnir, hvaða áherslumál eru uppi á borðinu.  Hagfræðingurinn Lilja Mósesdóttir hefur verið áberandi í umræðunni um efnahagsmál og andófi grasrótarinnar.  Svandís er hörkutól, sem á mikið erindi á þing núna; óhrædd við að berja á nýfrjálshyggjuliðinu.  Og hefur betur oftar en ekki, sbr. einkavæðingardrauma íhaldsins í borgarstjórn.  En Kolbrún þarf að komast á þing.  Umhverfismálum veitir ekki af. Hægrimenn eru enda í mikilli afneitun á allt sem heitir umhverfismál!  Má þar nefna einkar heimskuleg ummmæli Hannesar hugmyndafræðings og hálfguðsins Davíðs um hlýnun andrúmsloftsins.

Ég hef reyndar aðeins eina efasemd um þennan lista, það er vera Ara Matt. á honum.  Ég efast um heiðarleik hans og hreinskiptni, því miður. Það verður hægt að strika hann út!

 En að öðru leyti wer þetta sterkur listi.  Árni Þór og Álfheiður Ingadóttir hafa verið vaxandi í umræðum á þinginu, rökföst og ákveðin!  Enda bloggarar af hægrivængnum pirraðir, einkum útí Álfheiði.  Og það er náttúrulega hið besta mál.  Þegar þeir sjá ofjarlinn sinn verða þeir pirraðir, sérstaklega þegar við konur er að eiga!

Baráttukveðjur!  Nú er að taka til í íslensku þjóðfélagi!


mbl.is Keik og stolt í sjötta sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt!

   Til hamingju Vg í Suðurkjördæmi!null
mbl.is Atli leiðir VG í suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENRON-ískar aðfarir ACTAVIS á lyfjamarkaðnum.

Frést hefur að lyfjafyrirtækið ACTAVIS beiti sérkennilegum aðferðum í meiralagi til að hámarka gróða sinn af sjúklingum á Íslandi.  Ódýr lyf séu tekinn af markaðnum undir allskyns yfirskini og dýrari lyf sett inn í staðinn.  Lyf sem eru 3x til 5x dýrari en þau sem fyrir voru. Meðal þessara lyfja séu fúkkalyf og blóðþrýstingslyf.  Þau munu vera flutt inn frá útlöndum, þó framleidd séu af ACTAVIS. Segiði svo að ekki sé hægt að græða hér eftir hrunið...Minnir svolítið á skipulagða rafmagnsleysið í Kalíforníu, sem ENRON stóð fyrir á sínum tíma...  "Græðgi er góð."

Þess má geta að Björgólfur Thor Björgólfsson er aðaleigandi ACTAVIS.

P.S. Gaman væri að vita, hvort Samkeppniseftirlitið og Talsmaður neytenda eru til í að hjóla í kauða!


"GRÆÐGI ER GÓÐ:" Græðgi er MÓTOR aðvaldsskipulagsins!

Að manni skilst, þá er græðgi góð. Við skulum ekki hneykslast.  Þetta er skv. hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnmálaflokks (?) landsins. Græðgi er helsta driffjöður auðvaldssamfélagsins, skv. kenningu nýfrjálshyggjunnar.  Og þetta kaus þjóðin, það er liðlega 36% kjósenda í síðustu kosningum, og mun kjósa í næstu kosningum.  Flokkurinn sem trúir á þessa kenningu, "græðgi er góð", nýtur fylgis 30% kjósenda.  Við skulum hugsa um það.  Hér var græðgin sem réð ferð.  Siðlaust, en sennilega  löglegt.  Við skulum ekkert vera hissa á svona fréttum.  Skipulagið bauð uppá þetta. Ekkert sem mátti hindra menn í græðgi sinni, enda "græðgin góð".  Hættan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda í næstu kosningum með fulltingi Framsóknarflokksins eða jafnvel Samfylkingarinnar.  Þá mun ekkert geta hindrað að sama kerfið verði endurreist.  Kerfi sem byggist á hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar: Græðgi er góð!  Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins!
mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin með meirihluta. Svar Helbláa flokksins við sekt sinni er að skipta um hausa á jakkafötunum!

Hvað segja Guðbjörn G. og aðrir bláeygir um það.  Þessir sem telja að nóg sé að skipta bara um hausa á jakkafötunum.  Stefnan hafi ekki brugðist heldur fólk.  Mér er spurn, fylgdi þetta "fólk" ekki stefnu flokksins?  Felast mistök þess í því?  Eða felast ekki mistök þessa fólks ekki einmitt í því að fylgja þeirri nýfrjálshyggju sem Hannes Hólmsteinn og fleiri boðuðu, og flokkurinn tók sem fagnaðarerindi væri?  Mér er nær að halda það!  Með þessari stefnu sinni dekraði svo forysta flokksins við auðvaldið með aðgerðum sínum í skattamálum og í regluverki viðskiptalífsins!  Stefnan fól í sér að hafa sem minnst eftirlit með viðskiptalífinu og hafa regluverkið sem frjálsast og opnast.  Skattastefnan að létta sífellt skattabyrði hinna ríku og þyngja byrðina á hinum efnaminni!  Stefnan sem flokkurinn fylgir hefur boðið uppá aukna mismunun og þjónkun við auðvaldið.  Með þessum líka afleiðingum fyrir þjóðina! 

Nei, það er ekki nóg að skipta um hausa á jakkafötunum!


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Stefna Framsóknarflokksins er já, já og nei, nei." ZERO-Framsókn!

Þannig skilgreindi Ólafur Jóhannesson stefnu flokks síns.  Þessi skilgreining er enn í fullu gildi.  Sem sagt, Framsókn er enn opin í báða enda!
mbl.is Vill vera í vinstri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?"

Enn stígur Gallup á puttana á sér.  Þegar ekki fékkst svar við fyrri spurningunni var spurt spurningar sem má ætla að sé leiðandi.  Það væri fróðlegt að fá álit sérfróðra á svona vinnubrögðum.  Mig minnir að eitthvað hafi þetta verið rætt á árum áður.  Kannski er þetta ástæðan fyrir því að Délistinn fær ávallt minna útúr kosningum, en hann skorar í skoðanakönnunum Gallup?
mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturla Böðvarsson er veruleikafirrtur rugludallur!

Efnahagslíf þjóðarinnar er í rúst vegna stefnu Sjálfstæðisflokksins.  Nær 20000 eru atvinnulausir vegna stefni Sjálfstæðisflokksins.  Fjöldi heimila er í upplausn vegna stefni Sjálfstæðiosflokksins.  Fjöldi Íslendinga sér fram á að missa heimili sín vegna stefni Sjálfstæðisflokksins.  Fjöldi ungmenna mun flosna upp frá námi vegna stefnu Sjálfstæðisflokksins.  Ríksstjórn Sjálfstæðisflokksins var aðgerðalaus og ráðþrota í haust.  Stjórninni var ekki sætt lengur.  Það skildu ráðherrar Samfylkingarinnar seint og um síðir og slitu stjórnarsamstarfinu.  Og svo telur Sturla, að ríkisstjórninni hafi verið steypt af stóli með ofbeldi, sem Vg hafi staðið á bak við.

 

Þessi sami þingmaður og fyrrverandi forseti þingsins, Sturla Böðvarsson, hélt því fram fyrir skömmu, að það myndi skaða virðingu Alþingis að afnema eftirlaunaforréttindi ráðherra og þingmanna!  Nú hefur það verið gert.  Finnst einhverjum fleirrum að virðing Alþingis hafi skaðast? 


mbl.is Deildu hart í þingsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviðeigandi!

Síðan hvenær var það í verkahring Seðlabankastjóra að tjá sig um skoðanir sínar á störfum yfirmanns síns.  Það getur vel verið að einstaklingurinn Eiríkur Guðnason hafi skoðanir á störfum ríkisstjórnarinnar, en það er ekki í verkahring Seðlabankastjórnar að hafa skoðun eða tjá sig um hvað ríkisstjórn Íslands telur mikilvvægt.  Það má svo benda á, að það er algert forgangsatriði, ef reisa á við traust Íslands útá við, að stokka upp í Seðlabankanum!.  Það er ekki aðeins skoðun einstakra íslenskra stjórnmálamanna, heldur almenn skoðun í fjármálaheimi nágrannaríkjanna og sérfræðinga í fjármálaheiminum.  Sama hvaða skoðun menn hafa á þeim persónum, sem nú sitja sem fastast í embættum sínum í skjóli laga landi og þjóð til skaða.
mbl.is Furðar sig á vinnubrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðmangarar og fjármálafíklar...

...eiga sér greinilega nóga formælendur í Sjálfstæðisflokknum.  Hvorki meira né minna en 29 nýfrjálshyggjusinnar berjast um sætin.  Í vor munu svo færri komast að en vilja, og vonandi sem fæstir!  Hinnar hugmyndafræðilegu  endurskoðunar sjást engin merki á þessum lista wannabe-anna í Sjálfgræðisflokknum!
mbl.is Illugi nýtur mests stuðnings í 1. sæti í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning við málflutning Sturlu Böðvarssonar: Er jafnræði þegnanna einhverskonar ógnun við sjálfstæði og virðingu Alþingis?

Samkvæmt Sturlu er lagfæring á eftirlaunaósómanum til þess fallin að grafa undan þinginu og störfum þingmanna!  Forréttindi þingmanna og ráðherra séu nauðsynleg til að þingmenn haldi virðingu sinni og sjálfstæði.  Er svona málflutningur boðlegur?

Einn þingmaður délistans, Pétur Blöndal, stendur sjálfstæður gegn flokksræðinu í þessu máli, einsog mörgum öðrum. Hann telur reyndar að of stutt sé gengið í þessari leiðréttingu.  Þingmenn og ráðherrar hefðu átt að færast í almennan lífeyrissjóð, en ekki í lífeyrissjóð ríksstarfsmanna, þar sem réttindaávinnsla er betri.  Hann styður einnig frumvarp Framsóknarflokksins um stjórnlagaþing.  Er hann eini sjálfstæði þingmaður délistans á þinginu?


Geir H. Haarde er sannur að ósannindum á Alþingi!

Í dag fullyrti hann, að það væri ekki satt hjá Jóhönnu, að bréfaskipti og ráðgjöf IMF væru trúnaðarmál!  Nú hefur hið sanna komið í ljós:  Geir H. Haarde er ósannindamaður í þessu máli og hið sama gildir um fylgisveina hans!  Hvaðan hafði Geir upplýsingarnar sem hann byggði ósannindi sín á?  Eða bara einfaldlega laug hann?
mbl.is Davíð og dularfulla bréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki nóg að skipta bara um haus á jakkafötunum!

Er það alveg víst að þetta sé Geir á myndinni?  Getur ekki verið að þetta sé Össur eða Jóhanna eða Steingrímur?  Vissulega heimskulega spurt!

En það er einsog það eina sem gerðist við stjórnaskiptin hafi verið að skipt var um hausa á jakkafötunum!  Það er sami sinnuleysið og sama óréttlætið gagnvart hinum venjulega Íslendingi!  Stjórnarskiptin hafa engu breytt um það! 

Hagkerfið er í rúst eftir burgeisana!  Atvinnulífið í rúst!  Atvinnuleysi fer um landið og heimilin einsog eldurinn sem gleypir allt!  Verðtrygging auðvaldsins hækkar lánin og hækkar! Bankaþrotabú auðstéttarinnar eiga veð í eignum stórs hluta landsmanna!  Og það sem alþýðu manna er rétt er greiðsluaðlögun og heimildir til frestana á útburði af heimilum sínum!

Það er einsog hugsanagangur nýfrjálshyggjunnar hafi sest að í Stjórnarráði Íslands fyrir fullt og fast!  Alræði auðhyggjunnar ríkir þar enn!  Og skítt með það, þó veðin falli og heimilin leysist upp!  Karlar, konur og börn, já lítil börn, verði borin út!  Svo auðvaldið fá sitt.  Sitt réttlæti og sín veð! 

"Móðir mín í kví, kví.

kvíddu ekki því, því.

Ég skal lána þér duluna mína að dansa í, að dansa í."

VERÐUR ÞAÐ SÖNGURINN, SEM HEYRAST MUN ÚR DYRAGÆTT STJÓRNARÁÐS ÍSLANDS?


mbl.is Tilnefningar til blaðamannaverðlauna birtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einsog reyndar flestir glæpir burgeisanna!

  Ekki tók löggan eftir svikamyllunni í SPRON.  Það er ekki fyrren nýverið að málinu var vísað til efnahagsbrotadeildarinnar.  Það mál er reyndar, að sögn, eina málið sem þar er í rannsókn!  En stóra svikamyllan gengur sem aldrei fyrr!  Þrotabú fjárglæframannanna í bönkunum eiga veð í fasteignum stórs hluta landsmanna og engum dettur í hug að taka veðin af þeim.  Það er ekki nóg að setja allt hagkerfið á hausinn heldur eiga þrotabúin eftir spillingarferil gulldrengja Sjálfstæðisflokksins (þessir sem voru í talsambandi við flokkinn) að fá að ganga hér að húseignum og heimilum landsmanna ef svo ber undir!  Þarf ekki að fara að stöðva þennan fjanda?  Ekki sýnir þessi nýja ríkisstjórn neinn lit til þess!

Mér er næst að halda að eitthvað verulega róttækt þurfi að eiga sér stað í landinu til að RÉTTLÆTISKENND stjórnmálastéttarinnar sýni lífsmark!

Þarf alþýða þessa lands að grípa til vopna til að verja heimili sín fyrir þessum hlaupatíkum kapítalismans?


mbl.is Peningaþvætti gæti hafa farið fram hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IMF með pólitíska afskiptasemi?

Var ekki búið að ljúga því að okkur, hér í landi lyginnar, að IMF blandaði sér ekki í innanlandsstjórnmál þeirra ríkja, sem leituðu aðstoðar sjóðsins.  Nú er IMF að skipta sér af frumvarpssmíði á Íslandi.

"Ég hefði kannski átt að gera það."

Sjúbb!  Ég er farinn að vorkenna Geir Hordí.  Mikið skelfilega á maðurinn bágt.

En aðallega velti ég þessu fyrir mér:  Hvað óttast maðurinn?  Við hvað eða hvern er hann svona hræddur?  Hvaða afleiðingar hefði það fyrir hann, að segja bara satt og rétt frá?  Hvað á hann yfir höfði sér geri hann það?

Eitthvað er það, sem kemur í veg fyrir að hann segi sannleikann!  En hvað?  Það fer að verða meira spennandi að fá að vita það, en að fá að vita hvað Geir veit, eða veit ekki, um aðdraganda hrunsins!

Sem sagt!  Hvað óttast Geir?


Boris lemur á Pútín.

Boris þessi er í stríði við Pútín.  Það segir mest um slæma stöðu okkar Íslendinga, að nú reynir Boris þessi að nota óorðið, sem við höfum á okkur, til að koma höggi á Pútín!

Skv. Sky notar Boris allt, sem hann getur, til að koma höggi á fjandvin sinn.  En er þetta samt ekki of langt gengið?

Ef nafn einhvers í útlöndum tengist Ísland virkar það einsog viðkomandi hafi stigið á illalyktandi hundaskít!


mbl.is Alþjóðlegum lögum framfylgt hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eða steinvölur!

Rökréttar ákvarðanir hafa ekki verið sterkasta hlið íslenskra stjórnmálamanna til þess!  Sporin hræða!
mbl.is Rökrétt að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einelti útlendinga...

...gagnvart einum af mætustu sonum Íslands.  Hvar er Útlendingaeftirlitið?

Takið eftir vafasamri fyrirsögn mbl.is.  Ábending:  Það er ekki listinn sem er vafasamur, heldur karakterarnir á honum!  Það er ég viss um að bein Al Cabone roðna í gröfinni!


mbl.is Davíð Oddsson á vafasömum lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átrúnaðargoð sumra hægri og öfgatrúar bloggara!

Hægriöfgamenn og ofsatrúarseggir ýmsir hafa tekið þennan í hálfgerða guðatölu. 
mbl.is Bretar vísa hollenskum þingmanni úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband